Vešsett mannorš - hvaš į aš nķšast lengi į almenning?

Žeim į eftir aš fjölga sem fara į vanskilaskrį ef ekkert er aš gert.  Jś žaš er reyndar til żmiskonar śrręši en žau mišast öll śt frį žvķ aš viškomandi nįi aš greiša upp žau lįn sem hafa vaxiš žeim yfir höfuš vegna ofurvaxta, veršbólgu og erlendra lįna.  Stjórnendur bankanna brosa og bjóša 25% lękkun til aš ašstoša heimilin - ę hvaš žeir eru nś góšir ķ sér.  En bķšiš nś viš, voru bankarnir ekki aš stįta sig af žvķ aš gróši žeirra sé oršin žaš mikill aš žeir geymi peningana Sešlabankanum til aš fį betri vexti. 

Erlendir gjaldmišlar hękkušu flestir u.ž.b. 80-100% ķ hruninu. Bankarnir fengu afskrifaš helling af žeim lįnum sem žeir sjįlfir höfšu fengiš hjį erlendum fjįramįlafyrirtękjum. Viš hérna "litlu tannhjólin" sem erum meš lįn, hvort sem žau voru upphaflega verštryggš ķ ķslenskum krónum eša ķ erlendri mynnt, erum aš greiša žessi lįn okkar į uppsprengdu verši. Margir sem įtti hluta ķ ķbśšum eša bifreišum sķnum hafa misst sinn eignarhlut og eru žar aš auki komin meš skuldabagga aš buršast meš. Ekki er hęgt aš fį sér aukavinnu til aš redda hlutunum, žvķ fólk mį žakka fyrir aš hafa vinnu yfirleitt.

Ef hęgt vęri aš skila lyklum af žessum eignum og ganga burt gęti fólk mögulega sętt sig viš žaš tap sem žaš hefur oršiš fyrir. En nei, slķkt kemur ekki til greina žvķ hérlendis eru bankarnir ekki ašeins meš veš ķ žeirri eign sem žś kaupir - žeir eru lķka meš framlengingu į žessu veši og sś framlenging er mannorš žitt.  Ef žś greišir ekki aš fullu fyrir alla žį vitleysu og sukk sem fjįrmįlafyrirtękin og handbendlar žeirra létu yfir žig ganga undanfarin įr žį er žaš bara gjaldžrot sem bķšur žķn.

Mannorš margra hefur bošiš hnekki žrįtt fyrir aš ekki sé alveg komiš aš gjaldžrotinu žvķ fyrst fęr fólk aš prófa allskonar nišurlęgingu, td. lįta valta yfir  sig ķ vinnu vegna hręšslu um uppsögn eša kannski missa vinnuna og žurfa aš ganga ķ gegnum allt skrifręšiš  ķ stofnunum samfélagsins žar sem fólk žarf aš skila nęstum 1 hektara af regnskógi af pappķrsgögnum į hinum og žessum stöšum til aš snķkja śt einhverjar krónur upp ķ skuldirnar. Sumir eiga ekki mat fyrir sig eša börnin sķn og upplifa sig gangslausa og vonlausa į allan hįtt.

Žetta er ekki spurning um fjölda śrręša - žaš žarf aš töfra fram śrręši strax. Śrręši sem virka og virka vel. Langtķmaśrręši sem gera fólki kleift aš sjį einhver ljós ķ göngunum. Ef ekki žį sitjum viš uppi meš margar brotnar fjölskyldur, aukinn gešręnan vanda, aukna vķmuefnaneyslu og banka sem eiga helling af ķbśšum og bķlum sem žeir ekki geta selt, né geymt ķ Sešlabankanum.

Reynum aš gera lķfiš einfaldara og leysa žessi mįl įn žess aš nota žraspólitķk og hraša snigilsins sem leišarljós - žaš hefur allavega ekki virkaš fram aš žessu. 


mbl.is Um 22 žśsund į vanskilaskrį
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

dlkb

Höfundur

Dagbjört L. Kjartansd. Bergmann
Dagbjört L. Kjartansd. Bergmann

Sjálfstæður einstaklingur, kona, móðir, dóttir, sambýlingur, frænka, vinur, félagsráðgjafi með starfsréttindi, MA í félagsfræði/atvinnulífsfræði, kennsluréttindi fyrir framhaldsskóla

Aprķl 2024
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nżjustu myndir

  • brunninn bíll 3
  • ...teli_610966

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frį upphafi: 128

Annaš

  • Innlit ķ dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir ķ dag: 3
  • IP-tölur ķ dag: 3

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband