Vörður tryggingar er fyrirtæki sem stendur fyrir sínu

Það er ekki oft sem maður heyrir talað vel um þau tryggingarfyrirtæki sem starfrækt eru hér á landi. Oftar en ekki les maður um ákveðin fyrirtæki sem fólk hefur lent í miklu basli við - sum þeirra hafa t.o.m. mjög neikvæðan stimpil á sér.

Sjaldan eru í gangi sögur af tryggingarfélögum sem gera vel við sína kúnna og koma fram við þá af fagmennsku og með virðingu. Þetta var eitthvað sem ég upplifði hjá Verði tryggingum þegar við lentum í því óhappi að það kviknaði í bifreið í okkar eigu. Maður verður líka að láta vita af slíku þó ekki væri nema til að koma jafnvægi á allar þessar neikvæðu umræður í heiminum í dag og segja fólki frá fyrirtækjum sem standa sig vel. Ekki bara í að standa við sitt heldur standa sig einnig vel í þessu mannlega líka sem heitir góð og jákvæð samskipti.

brunninn bíll 3Bíllin var á ferð og aftur í honum var fullt af verkfærum, golfsett og aðrir hlutir sem höfðu verið teknir með upp í sumarbústað á Austurlandinu. Á Suðurlandsveginum fór bifreiðin að missa kraft og ákveðið var að fara út og skoða hvað væri þess valdandi. Viti menn - það var kviknað í bílnum, svona eins sést í  hasarbíómyndum frá Ameríku og þeir sem voru í bílnum áttu fótum sínum fjör að launa. Samkvæmt þeim sem óku á eftir bílnum höfðu eldglæringar staðið undan honum í nokkurn tíma svo þá má teljast heppni að ekki fór verr.

Mikill kvíði læddist að mér þegar þurfti að hringja í tryggingarfélagið því maður hefur jú heyrt af mörgum sem hafa lent í þvílíku stappi við þessi félög. Ég þurfti að tala við tvær misjafnar deildir þar sem þessir hlutir falla undir misjöfnu tryggingarskilmála - og viti menn starfsfólkið var ekkert nema kurteisin ein, útskýrði allt fyrir mér á besta hátt, sýndi virkilega samkennd með því sem kom fyrir og gerði sitt besta til að afgreiða þetta sem fyrst. Það var alveg sama við hvern ég talaði, ég fékk alltaf sama hlýlega viðmótið. Ég sem var alveg staðföst í því að tryggingarfélögin væru bara öll rotin og gerðu allt til að sleppa við að kúnnarnir fengju mál sín afreidd á réttmætan hátt. Þetta endurvakti virkilega trú mína á að maður verður að passa sig á stimplun - ekki setja alla undir einn hatt.

Auðvitað fengum við ekki allt sem tapaðist greitt til fulls - þannig virka ekki tryggingar. Og þar sem bílalán í dag eru ekki alveg "normal" ef svo má að orði komast, skuldum við ennþá af bíl sem er ekki til. En að hafa fengið svona góða þjónustu og það sem ég vill kalla faglegt viðmót frá starfsmönnum Varðar gerir tapið ekki eins sárt, ég meina þetta eru dauðir hlutir sem fóru og þeir sem voru í bílnum sködduðust ekki.

Svo gott fólk það finnast ennþá tryggingarfyrirtæki sem koma fram við kúnna sína af virðingu og hafa faglegheit að leiðarljósi í starfi sínu sem betur fer. Takk fyrir það :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

dlkb

Höfundur

Dagbjört L. Kjartansd. Bergmann
Dagbjört L. Kjartansd. Bergmann

Sjálfstæður einstaklingur, kona, móðir, dóttir, sambýlingur, frænka, vinur, félagsráðgjafi með starfsréttindi, MA í félagsfræði/atvinnulífsfræði, kennsluréttindi fyrir framhaldsskóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • brunninn bíll 3
  • ...teli_610966

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 127

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband