Karlrembuyfirgangsháttur Jóns Ásgeirs orðin hálf kómískur

Þessi maður er alveg ótrúlegur - jú mikið rétt að hann, ásamt föður sínum stofnuðu Bónus sem varð þess valdandi að vöruverð lækkaði á Íslandi og íbúar úti á landi sluppu úr klóm kaupfélaga og Framsóknarmanna.

En það eitt og sér gerir þá feðga ekki ósnertanlega. Það sér það hver heilvita maður að eitthvað er ekki rétt í fjármagnssvallinu sem átt hefur sér stað hjá þessum kappa. Búið er að tæma bankann innanfrá og við sem gátum tímabundið keypt ódýrari mat þurfum að gjalda þess að fullu með ofurvöxtum. Hann er orðin svo vanur að fá sínu framgengt þessi náungi að núna hótar hann lögfræðing í slitastjórn Glitnis, Steinunni Guðbjartsdóttur að fara í mál við hana og fá hennar eignir frystar þar sem hún fari ekki með rétt mál.

Halló, hún er lögfræðingur sem er að reyna að fá réttlætinu framfylgt, ekki þjófur sem komið hefur peningum undan. Mögulega telur hann sig hafa sterk spil á hendi þar sem hún er kvenmaður og maður lætur nú ekki konur taka svona sterka karla í bakaríið. Er hægt að kæra lögfræðinga fyrir að segja að mögulega eigi maðurinn miklar innistæður í breskum bönkum. Það er ekki eins og hann hafi gefið henni ótakmarkaðan aðgang að eignum sínum og innistæðum. En svona ranghugmyndir fær maður líklega þegar maður er farin að sjá sjálfan sig sem "ósnertanlegan"

Í þessu flókna sjónarspili sem fyrirtæki tengd Jóni Ásgeiri og öðrum nýaldarvíkingum eru staðsett í þyrfti líklega að stofna nýtt MA nám svo venjulegt fólk myndi skilja þessa flækju. Má þó áætla að hann og aðrir sem keyptu sig inn í bankana hafi haft efni á sérfræðingum til að útfæra þessi flóknu fyrirtækjanet og greitt þeim ágætis laun fyrir vikið, þögnina og trúnaðinn.

Og fyrst ég er nú komin út í sérfræðingaumræðuna á annað borð - hvað er þetta hjá Arionbanka að Bónusfeðgar verði að stjórna búllunni svo hún gangi. Við erum að tala um verslunarrekstur, ekki geymvísindi eða kjarnorkueðlisfræði. Ég trúi ekki öðru en að það séu til hæfir einstaklingar sem geta rekið þessar matvöruverslanir, og þá er ég ekki að meina fólk eins og Söllenberger sem fer í rekstur því hann fékk ekki að vera áfram með í strákaklúbbnum hans Jóns Ásgeirs. Ég er að tala um heiðarlegar og heilsteyptar manneskjur sem eru með þarfir kúnnans að leiðarljósi og sætta sig við að hafa veltuna á eðlilegum nótum - ekki til að fjárfesta í snekkjum, flugvélum og öðrum mis-nauðsynlegum hlutum fyrir sig og sína.

Þetta mál er að verða algjört bull - auðvitað vill maðurinn ekki að málið sé tekið fyrir erlendis. Þar hefur hann ekki eins mikil ítök og áhrif eins og hann hefur hérlendis. Lögfræðingur hans reynir að koma með allskonar fáránleg rök svo málið verði ekki tekið fyrir á erlendri grundu. Jú sko Jón Ásgeir talar ekki nægilega góða ensku eða það þarf að kalla svo ofboðslega mörg vitni frá Íslandi sem aldrei munu mæta á staðinn svo það eyðileggur málið. Jú kærum bara lögfræðinginn fyrst þetta tekst ekki. Virkilega sorglegir náungar, virkilega sorglegir.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

dlkb

Höfundur

Dagbjört L. Kjartansd. Bergmann
Dagbjört L. Kjartansd. Bergmann

Sjálfstæður einstaklingur, kona, móðir, dóttir, sambýlingur, frænka, vinur, félagsráðgjafi með starfsréttindi, MA í félagsfræði/atvinnulífsfræði, kennsluréttindi fyrir framhaldsskóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • brunninn bíll 3
  • ...teli_610966

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 131

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband