1.12.2008 | 09:59
Kjósum næst einstaklinga ekki flokka - viðhöldum lýðræði og fáum hæft fólk í störfin
leyst mér vel á þessa umræðu hjá honum SiflurAgli þar sem kerfisfræðingur (Eve online) var að ræða um gamlar hugmyndir Vilmundar Gylfasonar heitins um að forsætisráðherra ætti að kjósa - einnig ætti að kjósa einstaklinga á þing ekki flokka. Þetta gæti fyrirbyggt þessa flokkaspillingu og vinargreiða sem eiga sér stað í þessu batteríi. Lýðræðið er ekki að virka í dag það er alveg á hreinu. Ég man allavega eftir tveimur mönnum sem voru margstrikaðir út af lista Sjálfstæðismanna en ég veit ekki betur en að annar þeirra sé samt sem áður ráðherra í dag og hinn þingmaður. Gallinn er að þetta er ekkert betra í hinum flokkunum, þeir eru aldir upp í þessari flokkspólitísku siðblindu.
Svo leyfa þessir aðilar sér, sem VIÐ höfum kosið, að hækka sinn eigin lífeyri langt upp fyrir það sem við hin höfum. Bíddu halló!! vorum það ekki við sem gáfum ykkur tækifæri á að sitja þarna - gerir það ykkur eitthvað verðmættari en okkur í ellinni? Þið ættuð að launa okkur, ekki ykkur sjálfum!!!
Almenningur öskrar á nýjar kosningar, en hvað fáum við þá í staðinn- nákvæmlega sömu spillinguna og valdafíknina bara með öðru flokksnafni, en sama sandkassaleikinn. Ekki hef ég tekið eftir því að hinir flokkarnir séu með neinar skilvirkari lausnir á vandanum, það snýst aðalega um það að koma sér og sínum að. Einu lausnirnar sem maður heyrir er frá hinum og þessum fræðingum og ekki fræðingum út í bæ sem almenningur hlustar á en ekki þeir sem eru að stjórna.
Svo orð dagsins eru...
"Legg ég það á og segi svo til um að.... hugmyndir Vilmundar Gylfasonar verði alvarlega skoðaðar til að koma lýðræði á fót á Íslandi að nýju - þá höfum við líka möguleika á að ráðið sé í aðrar stöður í þjóðfélaginu á eðlilegan hátt - eftir hæfni viðkomandi, ekki því hvernig hann eða hún tengist inn í flokkspólitík, því hér eru menn sem eru löngu búnir að sínum stöðum illilega en sitja þar samt sem fastast þrátt fyrir að hafa klúðrað málum á versta veg og valdi ekki störfum sínum. Ég nefni engin nöfn því einn tiltekinn maður virðist vera hefnigjarnari en eðlilegt telst (svona smá hint þá á hann sama upphafsstaf og ég og vinnur í Seðlabankanum) hróp og köll almennings um að slíkir menn hverfi á brott virðist fjúka út í vindinn"
Svo heyr, heyr - kjósum næst manneskjur, ekki flokka!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2008 | 18:49
Verkefnaþreyta í náminu
Þreytt og þrútin nemi
þjösnast tölvu á
verkefni á sveimi
vætti mína ég kalla á
Heilinn eins og þeytivinda
útbrunninn og grár
Dauðar heilasellur synda
út um krullað hár
Hvernig á ein kona
að klára þetta allt
Þetta á ekki að vera svona
kuldalegt og kalt
Um sumarið það verður búið
og aftur lífið mitt á ný
Heilatetur ei lengur lúið
yndislegt að fara í frí
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 11:42
Allways look on the bright side of life.. (flaut, flaut...)...., gildir líka í þessari andlegu styrjöld okkar
Það má eiginlega segja að þetta ástand sem við höfum verið að upplifa undanfarið sé, eða hafi verið andleg eða ósýnileg styrjöld. Munurinn á sýnilegri styrjöld og ósýnilegri er sá að eftir sýnilega styrjöld eru húsbyggingar í rúst, skarð í félagslegu umhverfi fjölskyldna o.fl. Að því loknu er tími uppbygginga og í gegnum tíðina hafa samfélög staðið saman að uppbyggingu eftir þær styrjaldir sem hrjáð hafa heiminn - ef það hefði ekki verið gert væri ástandið víða sérkennilegt.
Hvað er ég eiginlega að meina með þessu rugli mínu, jú í augnablikinu er hnattræn niðursveifla eftir mikla uppsveiflu í fjármálum - svona nokkurskonar yin og yang jafnvægisleiðrétting. Auðvitað upplifðu ekki allir þetta svokallaða góðæri en afleiðingar niðursveiflunnar geta samt sem áður einnig komið niður á þeim einstaklingum. Þá er um að gera að horfa á þetta sem tímabil þroska því krísur eru alltaf til staðar og ef maður vinnur rétt úr þeim þá eru þær þroskandi - ef ekki þá staðnar manneskjan.
Í þessari ósýnilegu styrjöld okkar sem heimsbyggðin upplifir um þessar mundir er ekki síður þörf á uppbyggingu eftir hrun þó þetta hrun sé ekki eins sýnilegt fyrir augað eins og rústir húsbygginga og látið fólk. Þetta er eitthvað sem við getum ekki breytt aftur á bak en við getum horft fram á við - þar á fókusin að vera.
Það verður að vera grundvöllur fyrir því að viðhalda gleði og jákvæðni, en því stjórnum við dálítið sjálf. Við getum tuðað og röflað og hellt okkur í neikvæðni og svartsýni. Við getum líka reynt að horfa fram á við og sjá tækifæri og lausnir. Auðvitað getur þetta ástand orðið erfitt fyrir marga - en "erfitt" er samt sem áður upplifun. Ég er alls ekki að benda á að fara í afneitun fyrir ástandinu heldur horfa á að það eru alltaf til möguleikar í lífinu.
Oft er það þannig að manneskjan er mest frjó í huganum þegar á reynir - þ.e.s. ef hugurinn er ekki stappfullur af neikvæðni og uppgjöf. Ýmsar uppfinningar, bókmenntir, tónlist, myndlist.... margt af því besta hefur verið gert þegar illa árar.
Svo ég segi bara as my finale ..Ekki er allt með öllu...illt að ei boði gott - það má finna út úr öllu ánægjuvott....... og svo..... "stöndum þétt saman, snúum bökum saman.... sumir á, sumir á,..... bomsum..... eða kannski .... "allways look on the bright side of life".... (flaut)....... eða..... "dont worry - be happy...(og líka flaut)......
Hafið gott líf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sönglið þetta nú almennilega með laginu Söknuður með Vilhjálmi Vilhjálms.
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er verr
Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður
Betur settur en ég er
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.
Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd,
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.
Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
Í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólin
Nú einn ég sit um skuldavönd
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.
Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
Í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 17:25
Er til mannúðlegri aðferð í fjöldauppsögnum Nýja Landsbankans? - ÚÚ gerir mjög góða tilraun með sitt starfsfólk!
Það á að sparka 500 starfsmönnum í þessum Nýja Lansbanka "okkar" og ekki er það til að byggja upp von og bjartsýni hjá almenning svo ekki sé talað um hinn almenna bankastarfsmann. Eftir verður sviðin jörð og félagslegt skarð á vinnustaðnum og "eftirlifandi" starfsmenn óöruggir með stöðu sína.
Ég heyrði út í bæ að Úrval Útsýn - Plúsferðir væru að ræða við sína starfsmenn um hvort þeir væru tilbúnir til að minka tímabundið við sig starfshlutfall á meðan hlutirnir væru að skýrast betur í samfélaginu svo ekki þyrfti að koma til uppsagna.
Með þessu móti, ef vel til tekst, fær fólk að halda sínu starfi en þarf mögulega að þrengja aðeins ólina. Með slíkum aðgerðum ert þú sem persóna að hjálpa til í þínu fyrirtæki og getur haldið þinni sjálfsvirðngu. Sem atvinnulaus ert þú búin að missa stórt hlutverk í þínu lífi og kemur það oft illa niður á sjálfstrausti einstaklingsins, og yfirleitt verri innkomu. Það má heldur ekki gleyma að það er þjóðfélaginu einnig kostnaðarsamt að hafa vinnufæra einstaklinga á atvinnuleysisbótum um óákveðin tíma.
Hvernig væri að þessi Nýji Landsbanki tæki þennan hugsunarhátt inn í sitt starfsumhverfi. Margir þessara starfsmanna lögðu allt sitt sparifé í hlutabréf í hinum látna Landsbanka og hafa mögulega tapað þeim peningum. Til viðbótar verða þeir núna óöruggir með það hvort þeir haldi vinnunni eða ekki.
Auðvitað er það nostalgíuhugsun að 1500 manns flytji sig tímabundið yfir í 75% starfshlutfall svo að allir haldi vinnunni, en það væri hægt að kanna slíkan möguleika fyrir þá sem gætu hugsað sér það. Þannig hafa starfsmenn allavega val og það munar miklu fyrir sjálfsvirðingu og geðheilsu þeirra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 22:59
Sveltandi námsmenn erlendis - krónan dugar skammt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2008 | 13:24
og svo smá kvenrembuþankagangur sem ég átti í geymslunni.....
MENtal illness
MENstrual cramps
MENtal breakdown
MENopause
Ever notice how all of women's problems start with men?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2008 | 13:14
Bilað net og bronkitis-sveppafílingur hjá minni
Loksins er netið hér í lagi!!! Ætlaði nú aldeilis að redda þessum slaka bloggárangri með því að fara á netkaffi en þar voru grísku stafirnir að flækjast fyrir mér - hefði nú samt getað verið ágætt fyrir ykkur að reyna að pára ykkur fram úr því (hí, hí hí)
Allavega er nú Nannslan mín farinn og Siggi kominn og eru þau bæði sammála um að þetta sé enn betri staður en Tyrkland þó hlutirnir séu dýrari hér Maður losnar alveg við áreyti frá sölumönnum og Nanna slapp alveg við klíp í rassinn. Hér var frekar sagt hljóðlega við hana "beutiful lady" Veit ekki hvað er sagt við Sigga, hann hefur ekki látið það uppi!!!
Í dag var mér skipað að vera innandyra því ég er búin að vera geltandi óviljug í nokkra daga. Fyrsta daginn sem ég átti að slappa af og allir voru á Santorini, datt mér í hug að þvo bílinn, ég meina hann var allur í fuglaskít og ryki Næsta dag fór ég aðeins á ströndina og síðan út að borða með vinum mínum. Þær voru öskuillar yfir því að ég passaði mig ekki betur og sendu Botanakis læknir á mig daginn eftir og skipuðu mér að vera heimafyrir. Viti menn - var ekki mín kominn með bronkitis og sett á fúkkalyf og púst Ég var nú búin að taka öll töframeðulin hans pabba; Tiffy frá Thailandi og Lemsip frá Írlandi en það náði víst ekki þessum andks.... Míns bað reyndar læknirinn að skrifa líka út sveppadrápulyf því fúkkalyf hafa þau töfrandi áhrif á mig að þau breyta mér í svepp frá toppi til táar... svo nú er bara að sjá hvort ég verði aftur hún Dagbjört ógeltandi eða komi heim til Íslands sem sveppur
24.8.2008 | 10:40
Til hamingju Ísland :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hversu marga karlmenn þarf til að opna bjórdós? Engann, bjórinn á að vera opinn þegar hún kemur með hann.
Af hverju reynir maður ekki við konuna fyrir framan sig í biðröðinni á féló? Kona sem er í biðröð á féló, getur aldrei haldið þér uppi
Af hverju hafa konur nettari fætur en karlmenn? Þetta er eitt af grunnatriðum þróunarinnar, sem gerir það að verkum að þær geta staðið nær eldhúsvaskinum.
Hvernig veistu hvenær kona er að fara að segja eitthvað gáfulegt? Hún byrjar setninguna á "Vitur maður sagði eitt sinn við mig..."
Hvernig gerir þú við kvenmannsúr? Þú gerir ekki við kvenmannsúr, það er klukka á eldavélinni
Af hverju prumpa karlmenn frekar en konur? Konur geta ekki þagað nógu lengi til að byggja upp nægilegan þrýsting.
Hvað kallarðu konu sem hefur misst 95% af gáfum sínum? Fráskilda!
Róni gekk upp að konu á Laugaveginum og sagði: "Ég hef ekki borðað í fjóra daga!" Konan horfði á hann og sagði: "Ég vildi að ég hefði þennan viljastyrk!"
Karlmaður auglýsti í einkamáladálkinum: "Kona óskast". Daginn eftir fékk hann tugi bréfa, sem öllu voru á sama veg: "Þú getur fengið mína"
Besta leiðin til að muna alltaf eftir afmælisdegi konunnar; er að gleyma honum einu sinni
Í upphafi skapaði Guð heiminn og hvíldist.
Þá skapaði Guð manninn og hvíldist.
Þá skapaði Guð konuna.
Síðan þá hefur hvorki Guð eða maðurinn getað hvílst.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
dlkb
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar