Okkar eigin Eva Joli - vonandi gagnast það lítilmagnanum líka

Æ hvað það er nú gott að sjá að einhverjir fara út fyrir boxið og reyna nýjar leiðir til að ná fólki til ábyrgðar fyrir gjörðir sínar. Sérstaklega finnst mér gaman að sjá  kvenmann standa í forsvari fyrir þessari nýbreytni. Slitastjórn Glitnis fer nýjar leiðir í að ná fjármagni bankans til baka og ákæra erlendis. Ef ég væri með hatt tæki ég hann að ofan fyrir Steinunni Guðbjartsdóttur. Kannski erum við komin með okkar eigin Evu Joli.

Í gegnu tíðina pirraði það mig sérlega að sjá alla þessa karlkyns bankamenn, stjórnarmenn, ofurmenn sitja á stjórnendapöllum og dásama hvorn annan og stjórnmálamennina sem færðu þeim þetta allt saman á silfurfati brosa hringinn. Því voru engar konur þarna á pöllunum - voru þær heima að elda?

Þegar blaðran sprakk hélt ég, eins og margir aðrir, að þetta yrði allt saman þaggað niður og þessir kappar fengju að halda áfram með sín fyrirtæki og við hin, skrælingjarnir, fengjum að greiða brúsann í auknum lífskostnaði, minnkandi velferð og hækkuðum sköttum. Sem betur fer fengum við hina norsku Evu Joli sem hafði barist gegn spillingu í Frakklandi. Hún gerði mörgum hérlendis ljóst að Ísland er ekki "stórasta land í heimi" og hér var spilling í hámarki undir flöggum tengslaneta samfélagsins. Sérstakur saksóknari fékk aukið vægi og skýrslan okkar góða var samin að heilindum, en ekki sem hetjuóður til kappana okkar.

Það sorglega er að þrátt fyrir að fjármagnið skili sér, sökudólgarnir sitji af sér og spillingin verði sýnilegri fyrir almenning gæti hinn almenni borgari verið jafn illa staddur. Koma bankarnir til með að lækka aftur lánin okkar í eðlilegri upphæðir eða fer sá eignahluti sem almenningur átti í íbúðum eða bílum sínum aftur á rétt ról. Þær fjölskyldur sem hafa sundrast, ekki átt fyrir mat eða öðrum nauðsynjum, misst vinnu eða fyrirtæki sitt, koma þær til með að jafna sig og ef ekki, fá þær þá þann stuðning í velferðarkerfinu sem þarf til. Því miður er ekki líklegt að skattalækkanir eða niðurskurður í ríkisfjármálum breytist þrátt fyrir að kröfuhafar bankanna nái aftur í peninga sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

dlkb

Höfundur

Dagbjört L. Kjartansd. Bergmann
Dagbjört L. Kjartansd. Bergmann

Sjálfstæður einstaklingur, kona, móðir, dóttir, sambýlingur, frænka, vinur, félagsráðgjafi með starfsréttindi, MA í félagsfræði/atvinnulífsfræði, kennsluréttindi fyrir framhaldsskóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • brunninn bíll 3
  • ...teli_610966

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband