11.8.2008 | 17:57
Nudduð af grískum Arnold Zwartzeneger
Nú er dagur þrjú eftir gljúfragönguna miklu og göngulagið lítið betra er hjá fjarstýrðu vélmenni. Hvað gerir mín þá? Jú hún sá auglýst nudd á hótelinu, einhver sem kemur á herbergið. YES!!! Akkúrat sem ég þurfti því ekki gat ég gengið um og leitað eftir einhverri götu með skrítnu nafni. Svo míns hringdi og pantaði tíma. Nuddarinn gat komið klukkan 18.00 og passaði það fínt því þá var ég búin að öllu stússi. Ég henti mér í sturtu svo ég myndi ekki kæfa greyið og beið svo hin rólegasta
Mér var litið út um gluggann og sá þar broddaklipptan grískan Arnold Zwartzeneger koma röltandi með nuddbekk undir hendinni. Bíddu var þetta nuddarinn!!! Jú mikið rétt það var bankað á dyrnar og fyrir utan stóð þessi risi brosandi og sagði með grískum Arnold´s hreim massasj Ég brosti til baka hálf frosnu hræðslubrosi og nikkaði kolli. Náunginn færði stofuborðið með einni hendi á meðan hann skellti nuddbekknum upp með hinni og sagði mér síðan að leggjast á magann. Þetta var sko alvöru nuddbekkur með gati fyrir hausinn og það var mjög spes að sjá niður um þetta gat. Venjulega þegar ég fer í nudd þá sér maður litlar og penar fætur sem tilheyra nuddaranum, yfirleitt í sandölum. Þarna blöstu við mér svartir afaskór sem voru örugglega a.m.k. skóstærð 47 allavega leit þetta út allavega eins og tveir fiðlukassar.
Svo byrjaði þessi stóri maður að nudda bakið á mér rosalega laust. Ég hugsaði bíddu, hann kann ekki að nudda, bara eitthvað kattarstrok Hann fór að segja mér að hann væri að fara til Noregs en hann hefði farið þangað tvisvar áður. Fyrst átti hann sko kærustu í Stavanger og síðan í Álasundi en honum langaði rosalega að heimsækja Ísland.
Allir mínir vöðvar stífnuðu við þessa frásögn, bíddu kærustur og lönd einhver tenging fór á stað og hugsanir mínar fóru á 75 snúningar hraða. Ég var alveg að fara að segja honum frá honum Sigga mínum sem væri nú ofboðslega stór og sterkur maður svona íslenskur víkingur sem elskaði sína konu og allt það, en þá sagði risinn að núna ætti hann gríska kærustu og ætlaði að fara með hana til Noregs því hann elskaði landið. Kannski færi hann til Íslands á næsta ári. Sjúkkkkk hvað mér létti. Smátt og smátt herti hann nuddtökin og ég fann virkilega fyrir því að ég var aum í skrokknum. Þetta kostaði mig 40 evrur og núna fíla ég mig svo lipra að ég get næstum því farið flikk flakk og heljarstökk (einmitt Dagbjört, like that would happen).
Ég held ég hringi aftur í þennan nuddara næst, allavega á meðan hann á þessa grísku kærustu því hún tilheyrir þessu ári og þau eru á leiðinni til Noregs í október og á meðan erum við íslenskar konur alveg hólpnar því hann ætlar ekki þangað fyrr en á næsta ári
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
dlkb
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert nú alveg frábær penni Dabba, ekkert smá gaman að lesa ævintírin þín og ég sé þig alveg í anda, bæði að haltrast niður í gljúfrið og eins þegar þú fékst heljarmennið í heimsókn hí hí :-)
Gangi þér vel gullið mitt
kveðja Ása
Ása Vinkona (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.