Bilað net og bronkitis-sveppafílingur hjá minni

Loksins er netið hér í lagi!!! Ætlaði nú aldeilis að redda þessum slaka bloggárangri með því að fara á netkaffi en þar voru grísku stafirnir að flækjast fyrir mér - hefði nú samt getað verið ágætt fyrir ykkur að reyna að pára ykkur fram úr því (hí, hí hí)Grin 

Allavega er nú Nannslan mín farinn og Siggi kominn og eru þau bæði sammála um að þetta sé enn betri staður en Tyrkland þó hlutirnir séu dýrari hér Maður losnar alveg við áreyti frá sölumönnum og Nanna slapp alveg við klíp í rassinn. Hér var frekar sagt hljóðlega við hana "beutiful lady" Veit ekki hvað er sagt við Sigga, hann hefur ekki látið það uppi!!!  Shocking

Í dag var mér skipað að vera innandyra því ég er búin að vera geltandi óviljug í nokkra daga. Fyrsta daginn sem ég átti að slappa af og allir voru á Santorini, datt mér í hug að þvo bílinn, ég meina hann var allur í fuglaskít og rykiFrown   Næsta dag fór ég aðeins á ströndina og síðan út að borða með vinum mínum. Þær voru öskuillar yfir því að ég passaði mig ekki betur og sendu Botanakis læknir á mig daginn eftir og skipuðu mér að vera heimafyrir. Viti menn - var ekki mín kominn með bronkitis og sett á fúkkalyf og púst Sick Ég var nú búin að taka öll töframeðulin hans pabba; Tiffy frá Thailandi og Lemsip frá Írlandi en það náði víst ekki þessum andks....  Míns bað reyndar læknirinn að skrifa líka út sveppadrápulyf því fúkkalyf hafa þau töfrandi áhrif á mig að þau breyta mér í svepp frá toppi til táar... svo nú er bara að sjá hvort ég verði aftur hún Dagbjört ógeltandi eða komi heim til Íslands sem sveppur  Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

dlkb

Höfundur

Dagbjört L. Kjartansd. Bergmann
Dagbjört L. Kjartansd. Bergmann

Sjálfstæður einstaklingur, kona, móðir, dóttir, sambýlingur, frænka, vinur, félagsráðgjafi með starfsréttindi, MA í félagsfræði/atvinnulífsfræði, kennsluréttindi fyrir framhaldsskóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • brunninn bíll 3
  • ...teli_610966

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband