9.10.2008 | 17:25
Er til mannúðlegri aðferð í fjöldauppsögnum Nýja Landsbankans? - ÚÚ gerir mjög góða tilraun með sitt starfsfólk!
Það á að sparka 500 starfsmönnum í þessum Nýja Lansbanka "okkar" og ekki er það til að byggja upp von og bjartsýni hjá almenning svo ekki sé talað um hinn almenna bankastarfsmann. Eftir verður sviðin jörð og félagslegt skarð á vinnustaðnum og "eftirlifandi" starfsmenn óöruggir með stöðu sína.
Ég heyrði út í bæ að Úrval Útsýn - Plúsferðir væru að ræða við sína starfsmenn um hvort þeir væru tilbúnir til að minka tímabundið við sig starfshlutfall á meðan hlutirnir væru að skýrast betur í samfélaginu svo ekki þyrfti að koma til uppsagna.
Með þessu móti, ef vel til tekst, fær fólk að halda sínu starfi en þarf mögulega að þrengja aðeins ólina. Með slíkum aðgerðum ert þú sem persóna að hjálpa til í þínu fyrirtæki og getur haldið þinni sjálfsvirðngu. Sem atvinnulaus ert þú búin að missa stórt hlutverk í þínu lífi og kemur það oft illa niður á sjálfstrausti einstaklingsins, og yfirleitt verri innkomu. Það má heldur ekki gleyma að það er þjóðfélaginu einnig kostnaðarsamt að hafa vinnufæra einstaklinga á atvinnuleysisbótum um óákveðin tíma.
Hvernig væri að þessi Nýji Landsbanki tæki þennan hugsunarhátt inn í sitt starfsumhverfi. Margir þessara starfsmanna lögðu allt sitt sparifé í hlutabréf í hinum látna Landsbanka og hafa mögulega tapað þeim peningum. Til viðbótar verða þeir núna óöruggir með það hvort þeir haldi vinnunni eða ekki.
Auðvitað er það nostalgíuhugsun að 1500 manns flytji sig tímabundið yfir í 75% starfshlutfall svo að allir haldi vinnunni, en það væri hægt að kanna slíkan möguleika fyrir þá sem gætu hugsað sér það. Þannig hafa starfsmenn allavega val og það munar miklu fyrir sjálfsvirðingu og geðheilsu þeirra.
Um bloggið
dlkb
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.