Handboltaþyrstir íslendingar í útlöndum, Nannslan í kafi og afmæliskveðja (compressed skilaboð, eða þannig)

Allir hér í útlöndunum að velta því fyrir sér hvar sé hægt að sjá handboltann á morgunn svo míns tók það að sér að fara á stúfana og leita að pöbb sem sýnir þessi ósköp W00t 

Fyrst var að finna út hvaða stöðvar sýna okkar litla land – og það gekk nú ekki svo auðveldlega. Eftir að hafa hringt í alla á Íslandi sem vettlingi geta valdið og vita eitthvað um þetta málefni komst míns að því að nrk2+ sýnir okkar leik. Æ þeim þykir nú vænt um litla bróður sinn norsurunumInLove 

Næst á dagskrá var að finna stað sem er með þessa stöð og það var nú ekki eins auðvellt og óskað var eftirPinch Míns rölti um allt svæðið – og viti menn, hún fann pöbb sem er með þessa fjarrænu sjónvarpsstöð og gerði díl við eigandann um að fylla staðin af spenntum íslendingum ef hann bara setti leikinn á.

En núna er klukkan orðin svo margt að ekki er hægt að láta fólkið vita af þessu fyrr en á morgunn - því allir eru örugglega sofnaðirSleeping nema hún Dagbjört Þetta eru margir staðir á mjög dreifðu svæði sem þeir íslensku halda til svo líklega fer hálfur dagurinn á morgunn í það að láta vita hvar hægt er að horfa á herligheten. Hvað gerir maður ekki fyrir ættjarðarástinaGrin – og svo er það bara ÁFRAM ÍSLAND!!!W00t

 

Annars fór hún Nannsla mín að kafa í dag – og þá meina ég alvöru kafa, ekki svona snorkldæmi. Hún var með kút á bakinu og allt það. Fór niður 8 metra að litlum bát, gaf fiskunum að borða úr hendinni sinni og skoðaði ígulker. Ég held ég prufi þetta líka (seinna þegar ég hef tíma)

 

Og elsku litlu strumparnir mínir með englanöfninHalo verða 3ja ára þann 24. ágúst. Talaði við þá í símann í dag og spurði hvað ég ætti nú að kaupa – en þeir halda að ég sé enn í flugvélinni, því þeir fá alltaf pakka frá öllum sem eru í flugvélum. Jú ég á að kaupa Batman mótorhjól og Batman nærbuxur, rauðar (auðvitað í Liverpool lit) því þeir eru hættir með bleiur

Til hamingju með það fjölskylda og auðvitað fær hún elsku frænkan mín með sitt fallega nafn Sóley Lúsía, pakka líka þegar flugvélin mín lendir loksins þann 10. septemberCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

dlkb

Höfundur

Dagbjört L. Kjartansd. Bergmann
Dagbjört L. Kjartansd. Bergmann

Sjálfstæður einstaklingur, kona, móðir, dóttir, sambýlingur, frænka, vinur, félagsráðgjafi með starfsréttindi, MA í félagsfræði/atvinnulífsfræði, kennsluréttindi fyrir framhaldsskóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • brunninn bíll 3
  • ...teli_610966

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 167

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband