Kjósum næst einstaklinga ekki flokka - viðhöldum lýðræði og fáum hæft fólk í störfin

Devil leyst mér vel á þessa umræðu hjá honum SiflurAgli þar sem kerfisfræðingur (Eve online) var að ræða um gamlar hugmyndir Vilmundar Gylfasonar heitins um að forsætisráðherra ætti að kjósa - einnig ætti að kjósa einstaklinga á þing ekki flokka. Þetta gæti fyrirbyggt þessa flokkaspillingu og vinargreiða sem eiga sér stað í þessu batteríi.  Lýðræðið er ekki að virka í dag það er alveg á hreinu. Ég man allavega eftir tveimur mönnum sem voru margstrikaðir út af lista Sjálfstæðismanna en ég veit ekki betur en að annar þeirra sé samt sem áður ráðherra í dag og hinn þingmaður. Gallinn er að þetta er ekkert betra í hinum flokkunum, þeir eru aldir upp í þessari flokkspólitísku siðblindu. 

Svo leyfa þessir aðilar sér, sem VIÐ höfum kosið, að hækka sinn eigin lífeyri langt upp fyrir það sem við hin höfum. Bíddu halló!! vorum það ekki við sem gáfum ykkur tækifæri á að sitja þarna - gerir það ykkur eitthvað verðmættari en okkur í ellinni? Þið ættuð að launa okkur, ekki ykkur sjálfum!!!

Almenningur öskrar á nýjar kosningar, en hvað fáum við þá í staðinn- nákvæmlega sömu spillinguna og valdafíknina bara með öðru flokksnafni, en sama sandkassaleikinn.  Ekki hef ég tekið eftir því að hinir flokkarnir séu með neinar skilvirkari lausnir á vandanum, það snýst aðalega um það að koma sér og sínum að. Einu lausnirnar sem maður heyrir er frá hinum og þessum fræðingum og ekki fræðingum út í bæ sem almenningur hlustar á en ekki þeir sem eru að stjórna.

Svo orð dagsins eru...

"Legg ég það á og segi svo til um að.... hugmyndir Vilmundar Gylfasonar verði alvarlega skoðaðar til að koma lýðræði á fót á Íslandi að nýju - þá höfum við líka möguleika á að ráðið sé í aðrar stöður í þjóðfélaginu á eðlilegan hátt - eftir hæfni viðkomandi, ekki því hvernig hann eða hún tengist inn í flokkspólitík, því hér eru menn sem eru löngu búnir að Alien sínum stöðum illilega en sitja þar samt sem fastast þrátt fyrir að hafa klúðrað málum á versta veg og valdi ekki störfum sínum. Ég nefni engin nöfn því einn tiltekinn maður virðist vera hefnigjarnari en eðlilegt telst (svona smá hint þá á hann sama upphafsstaf og ég og vinnur í Seðlabankanum) hróp og köll almennings um að slíkir menn hverfi á brott virðist fjúka út í vindinn"

Svo heyr, heyr - kjósum næst manneskjur, ekki flokka!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr ! Auðvitað á það að vera þannig og ekkert öðruvísi...

Ása Vinkona (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

dlkb

Höfundur

Dagbjört L. Kjartansd. Bergmann
Dagbjört L. Kjartansd. Bergmann

Sjálfstæður einstaklingur, kona, móðir, dóttir, sambýlingur, frænka, vinur, félagsráðgjafi með starfsréttindi, MA í félagsfræði/atvinnulífsfræði, kennsluréttindi fyrir framhaldsskóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • brunninn bíll 3
  • ...teli_610966

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 165

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband