Færsluflokkur: Bloggar

Ný útgafa - samtímatexti sem míns fékk í tölvupósti og verð að deila með ykkur


Sönglið þetta nú  almennilega með laginu Söknuður með Vilhjálmi Vilhjálms.


Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er verr
Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður
Betur settur en ég er

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd,
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.

Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
Í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólin
Nú einn ég sit um skuldavönd

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
Í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.

Er til mannúðlegri aðferð í fjöldauppsögnum Nýja Landsbankans? - ÚÚ gerir mjög góða tilraun með sitt starfsfólk!

Það á að sparka 500 starfsmönnum í þessum Nýja Lansbanka "okkar" og ekki er það til að byggja upp von og bjartsýni hjá almenning svo ekki sé talað um hinn almenna bankastarfsmann. Eftir verður sviðin jörð og félagslegt skarð á vinnustaðnum og "eftirlifandi" starfsmenn óöruggir með stöðu sína.

Ég heyrði út í bæ að Úrval Útsýn - Plúsferðir væru að ræða við sína starfsmenn um hvort þeir væru tilbúnir til að minka tímabundið við sig starfshlutfall á meðan hlutirnir væru að skýrast betur í samfélaginu svo ekki þyrfti að koma til uppsagna.

Með þessu móti, ef vel til tekst, fær fólk að halda sínu starfi en þarf mögulega að þrengja aðeins ólina. Með slíkum aðgerðum ert þú sem persóna að hjálpa til í þínu fyrirtæki og getur haldið þinni sjálfsvirðngu. Sem atvinnulaus ert þú búin að missa stórt hlutverk í þínu lífi og kemur það oft illa niður á sjálfstrausti einstaklingsins, og yfirleitt verri innkomu. Það má heldur ekki gleyma að það er þjóðfélaginu einnig kostnaðarsamt að hafa vinnufæra einstaklinga á atvinnuleysisbótum um óákveðin tíma.

Hvernig væri að þessi Nýji Landsbanki tæki þennan hugsunarhátt inn í sitt starfsumhverfi. Margir þessara starfsmanna lögðu allt sitt sparifé í hlutabréf í hinum látna Landsbanka og hafa mögulega tapað þeim peningum. Til viðbótar verða þeir núna óöruggir með það hvort þeir haldi vinnunni eða ekki.

Auðvitað er það nostalgíuhugsun að 1500 manns flytji sig tímabundið yfir í 75% starfshlutfall svo að allir haldi vinnunni, en það væri hægt að kanna slíkan möguleika fyrir þá sem gætu hugsað sér það. Þannig hafa starfsmenn allavega val og það munar miklu fyrir sjálfsvirðingu og geðheilsu þeirra.


Sveltandi námsmenn erlendis - krónan dugar skammt

Varð hugsað til þeirra sem eru með námslán í íslenskum krónum og búa erlendisShocking Heyrði af ungum manni sem fær um 100 þúsund á mánuði. Hann er í námi í Bretlandi og fékk leigt á 70.000 kr en þar sem krónan okkar lækkar og lækkar er leigan komin í heil 90.000 á stuttum tímaCrying Þetta er örugglega ekkert einsdæmi og það er víst ekki hægt að redda sér þegar maður er svangur erlendis og fara heim til mömmu í mat þegar maður er langt í burtu - eitthvað þarf nú að endurskoða lánastuðulinn hjá okkar námsmönnum erlendis ef ekki á að fara illaSideways

Til hamingju Ísland :)

Horfði á leikinn með hóp af íslendingum úti í löndum- þetta var dramatískt og við ættum að vera svo stolt af þessum strákum okkar sem koma frá pínulitlu landi (þó við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því að þar búi um 300 þúsund manns). Þessir náungar spila handbolta út um hvippinn og hvappinn og næla sér samt í silfrið á ÓlympíuleikunumGrinÉg meina við erum að keppa við miljóna þjóðir sem hafa lið sem spila oftast saman öllum stundum. Við erum eins og lítið þorp að stærð miðað við þessar þjóðir sem strákarnir okkar hafa lagt af velli. Næst þegar ég heyri íslending segja "þeir klúðruðu þessu" þá held ég að míns verði spinnegal og endurveki upp karatespörkinn hennar miss Piggy -  HOYYYJA!!!!.......Ninja

Geðrænn vandi morðingja á Santorini, björgunarfíklar og pælingar

Vóvvvvvv míns var sko líka stödd á Santorini daginn áður þessi kolbrjálaði morðingi var að athafna sig. Og ég sem hafði haft áhyggjur af öllum sem voru sjóveikirSick á leiðinni og fannst það alveg rosalegt drama. Ef ég hefði verið þarna degi seinna hefði ég kannski hitt náunga með haus í hendinni – ekki að það sé neitt sérlega ofarlega á óskalistanum en sumir atburðir ganga yfir það sem hugmyndaflug mannskepnunnar töfrar fram og gæti ekki einu sinni komið fram í kræfustu skáldsögum og þetta dæmi var einmitt þannig. Maðurinn drap fyrst hund konunnar, síðan hana sjálfa og skar af henni höfuðið. Gekk með hausinn um svæðið haldandi í hárið.  PoliceLögreglan reyndi að ná manninum en hann særði einhvern þeirra og stal löggubílnum. Þeir skutu á náungann en ein kúlan fór í malbikið, í hnéð á saklausri konu og þaðan í kjálkann á henni (þetta er venjulega rólyndisstaður og lögreglan ekki vön að not skotvopnin sín). Náunginn með hausinn keyrði í framhaldi af því á tvo læknanema sem voru að keyra um á mótorhjóli. Lögreglunni tókst loks að særa manninn fimm skotum og var hann sendur til Aþenu í aðgerð.

 

Maðurinn átti víst við geðrænan vanda að stríða og hafði stuttu áður verið á læknavaktinni með konu sinni sem var mjög vel liðinn kennari á svæðinu, en þau voru búin að vera gift í eitt ár. Hann hafði sagt á læknavaktinni að hann hefði verið svefnlaus í 48 tímaAlien. Samt var hann sendur heim og voru afleiðingarnar þessar sem fyrr segir. Það fóru á stað miklar umræður um kerfið í Grikklandi og að það þyrfti að vera bráðageðdeild þar sem fólk í slíkum aðstæðum væri lagt inn, ekki sent heim.

 

Það er tvennt sem ég velti fyrir mér í þessu máli. Við búum við slíkt geðdeildarkerfi heima, en ég er samt ekki svo viss um að náunginn hefði endilega verið lagður inn þar, mjög líklega bara sendur heim með pillur þar sem ekki var laust pláss eða undirmannað. Ekki að ég hafi neitt út á deildina sem slíka og starfsmenn hennar að setja heldur kerfið sjálft sem er til staðar en ekki virkar vegna skorts á starfsfólki og fjármunum. Erum við þá ekki bara með frontinn í lagi út á við en raunveruleikann í molum?

 

Hitt sem kemur upp í huga mér – af hverju eru svona margar konur björgunarfíklar?  Þær sitja uppi með þá skoðun að alltaf sé hægt að bjargað mönnum sem eiga bágt. Sumar hverjar giftast mjög andlega sjúkum mönnum, dópistum, drykkjumönnum og ofbeldismönnumDevil  vitandi hvernig þeir eru.  Aðrar giftast til og með glæpamönnum í fangelsum sem eru dæmdir fyrir fjöldamorð því þær vorkenna þeim og eru sannfærðar um að þær geti hjálpaðHalo að þær einar geti breytt þeim.

Halló, hafið þið heyrt um karlmenn sem gera slíkt!!!  Ef svo er þá hefur það verið algjörlega ómeðvitað því þeir eru fæstir svona vitlausir. Hvað er það eiginlega í menningu og uppeldi kvenna sem gerir konur allstaðar í heiminum svona ofurgóðar við flesta aðra en sjálfa sig?


Í tilefni dagsins (ljóð sem ég fékk sent long time ago)

 

THE PERFECT MAN

The perfect man is gentl

Never cruel or mean

He has a beautiful smile

And keeps his face so clean.

 

The perfect man likes children

And will raise them by your side

He will be a good father

As well as a good husband to his bride.

 

The perfect man loves cooking

Cleaning and vacuuming too

He'll do anything in his power

To convey his feelings of love on you.

 

The perfect man is sweet

Writing poetry from your name

He's a best friend to your mother

And kisses away your pain.

 

He never has made you cry

Or hurt you In any way

Oh, fuck this stupid poem

The perfect man is gay.

 


Tzitziki og tzaziki

Jamm og já búin að heyra í tzitziki karlflugunum sem suðar/hrópar nafn sitt "tzitzi" hástöfum í hópum til að beina athygli sinni að kvennþjóðinni, enda veitir ekki af þau lifa aðeins í 6 vikur. Þetta er eins og hljóð í 1000 Tarsantýpum á lendarbrókinni að æpa hástöfum ahhhhh..... Einhver sem var með okkur mældi flugnasuðið og var það um 8,5 desibilPolice   Þegar hápunktinum er náð og sameining kynjanna er fullkomnuð er eggjunm verpt í tréð og um síðir fer lifran ofan í jörðina og getur hinkrað þar í nokkur ár áður en hún verður fluga sem fer upp í tréð, lifir síðan í 6 vikur með það að markmiði að "fá það" á tímabilinu og fjölga sér - þá getur hún  bara dáið í frið og ró. "The meaning of life" virðist ekki vera eins flókið hjá þessum flugum eins og hjá okkur mannskeppnunumCrying   Eftir þetta ferðalag (sem bauð auðvitað  upp á enn meira en bara að heyra í flugunni) fékk ég loksins tzaziki sem er algjört must ofan á brauð þegar grísk menning er heimsótt

« Fyrri síða

Um bloggið

dlkb

Höfundur

Dagbjört L. Kjartansd. Bergmann
Dagbjört L. Kjartansd. Bergmann

Sjálfstæður einstaklingur, kona, móðir, dóttir, sambýlingur, frænka, vinur, félagsráðgjafi með starfsréttindi, MA í félagsfræði/atvinnulífsfræði, kennsluréttindi fyrir framhaldsskóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • brunninn bíll 3
  • ...teli_610966

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 166

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband