Löppin á honum Skrekk endurfæddist á mér!!!

Skellti í mig tveimur öllurum í gærkvöldi í góðra vina hóp og viti menn!  Ég hefði alveg eins getað hellt þessum andskota (sorry) beint niður í vinstri ristina á mér því hún blés upp eins og plasthanski og tærnar 5 stóðu upp úr eins og þeim hefði verið stungið niður í blómapott á pinnaShocking Fóturinn á mér var eins og á honum Skrekk (græna karlinum í  samnefndri teiknimynd) nema minn vinstri fótur var ekki grænnSick Hann var röndóttur – hvítur og sólbrúnn á köflum eftir sandalabönd. Sko þetta væri í lagi ef ég gæti stungið löngu röri í löppina og endurnýtt bjórinn aftur og aftur, en það stendur víst ekki til boða. Daginn eftir vakna ég með nokkuð eðlilegan fót en ég er viss um að það er einhver sem kann þessa endurvinnslu á öllaranum sem safnast hafði fyrir í mínum vinstri fæti, einhver sem er ósýnilegur, ekki frá þessum heimi og nýtir sér slíkar veigar á meðan við sofum svefni hinna saklausu Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Illa farið með góðan öllara , Þú drekkur hann sennilega allt of hratt dúllan mín, fara sér aðeins hægar he he

Allt gott héðan bara hiti og sól

Kveðja Ása

Ása Vinkona (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 22:27

2 identicon

Sé þetta alveg fyrir mér hehehe þú kannt svo sannarlega að koma atburðum í orð :) Gaman að sjá hvað þú ert að brasa :) Bið að heilsa Margréti samstarfsfélaga mínum sem er þarna úti hjá þér hehe

Lóa (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

dlkb

Höfundur

Dagbjört L. Kjartansd. Bergmann
Dagbjört L. Kjartansd. Bergmann

Sjálfstæður einstaklingur, kona, móðir, dóttir, sambýlingur, frænka, vinur, félagsráðgjafi með starfsréttindi, MA í félagsfræði/atvinnulífsfræði, kennsluréttindi fyrir framhaldsskóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • brunninn bíll 3
  • ...teli_610966

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 168

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband